Enski boltinn

Gattuso á leið til Manchester City strax í janúar?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gennaro Gattuso og Carlo Ancelotti.
Gennaro Gattuso og Carlo Ancelotti. Nordic photos/AFP

Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hjá AC Milan er sagður vera þreyttur á lífinu hjá ítalska félaginu eftir að knattspyrnustjórinn Leonardo tók við stjórnartaumunum.

Samkvæmt heimildum Daily Mirror hefur hinn 31 árs gamli mikinn áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni og þykir Manchester City vera líklegur áfangastaður þar þó svo að vissulega sé ekki hægt að útiloka að Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri AC Milan og núverandi stjóri Chelsea, hafi eitthvað um málið að segja.

Gattuso telur væntanlega að fyrirhuguð félagaskipti sín gætu aukað möguleikann á því að hann komist í landsliðshóp Marcelo Lippi hjá Ítalíu fyrir lokakeppni HM næsta sumar.

Talið er að Gattuso gæti farið á lánssamningi til Englands í janúar með möguleikanum á að gengið yrði endanlega frá félagaskiptum næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×