Enski boltinn

Arsenal sterklega orðað við Agbonlahor

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gabriel Agbonlahor.
Gabriel Agbonlahor. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Star er knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal enn að fylgjast náið með Gabriel Agbonlahor hjá Aston Villa en leikmaðurinn var fyrst orðaður við Lundúnafélagið sumarið 2007.

Þá ákvað Wenger frekar að kaupa Eduardo da Silva en nú er hinn 23 ára gamli framherji aftur kominn undir smásjá Wengers ef marka má breska fjölmiðla.

Agbonlahor hefur ekki sýnt sömu gæði í leik sínum og hann gerði á síðasta tímabili og hefur aðeins skorað tvö mörk til þessa í deildinni en verðmiðinn er engu að síður talinn nema nálægt 17 milljónum punda.

Ef af verður er líklegra að eitthvað gerist næsta sumar frekar en í félagaskiptaglugganum í janúar samkvæmt Daily Star.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×