Staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar er óviðunandi 3. apríl 2009 10:12 Viðskiptaráð telur að staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar sé óviðunandi. Þetta kemur fram í nýrri skoðun sem Viðskiptaráð hefur sent frá sér. Viðskiptaráð segir að nú sé svo komið að íslenska krónan sé rúin trausti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir þrot bankanna á síðasta ári og inngrip stjórnvalda á gjaldeyrismarkaði með setningu víðtækra hafta. Þessi staðreynd takmarkar verulega umsvif íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi sem og almenna getu landsins til utanríkisviðskipta. Um þessar mundir stendur krónan einnig í vegi fyrir flæði erlends fjármagns inn í landið en við því má íslenska hagkerfið ekki til lengri tíma. Haftakróna líkt og nú er við lýði getur vart verið hugsuð sem framtíðarlausn, enda sýnir nýleg endurskoðun á löggjöf um gjaldeyrisviðskipti hversu óskilvirkt stýritæki gjaldeyrishöft eru. Þá segir að ekki sé ljóst hvernig krónan verður losuð úr viðjum hafta án þess að því fylgi veruleg veiking á gengi hennar með tilheyrandi áföllum fyrir hagkerfið. Þegar horft er til lengri tíma eykur óbreytt fyrirkomulag í gjaldeyris- og peningamálum þjóðarinnar líkur á stöðnun og efnahagslegri einangrun Íslands. Sökum þessa telur Viðskiptaráð vart hægt að líta framhjá því að upptaka annarrar myntar hér á landi, í fullri sátt og samráði við alþjóðasamfélagið, gæti orðið verulega til bóta fyrir innlendan efnahag, jafnt til skemmri og lengri tíma. „Í raun stendur valið ekki lengur á milli áframhaldandi sjálfstæðrar peningastefnu og upptöku annarrar myntar, heldur má færa gild rök fyrir því að valið standi einfaldlega á milli upptöku annarrar myntar eða framhaldi á núverandi stöðu," segir Viðskiptaráð. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Viðskiptaráð telur að staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar sé óviðunandi. Þetta kemur fram í nýrri skoðun sem Viðskiptaráð hefur sent frá sér. Viðskiptaráð segir að nú sé svo komið að íslenska krónan sé rúin trausti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir þrot bankanna á síðasta ári og inngrip stjórnvalda á gjaldeyrismarkaði með setningu víðtækra hafta. Þessi staðreynd takmarkar verulega umsvif íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi sem og almenna getu landsins til utanríkisviðskipta. Um þessar mundir stendur krónan einnig í vegi fyrir flæði erlends fjármagns inn í landið en við því má íslenska hagkerfið ekki til lengri tíma. Haftakróna líkt og nú er við lýði getur vart verið hugsuð sem framtíðarlausn, enda sýnir nýleg endurskoðun á löggjöf um gjaldeyrisviðskipti hversu óskilvirkt stýritæki gjaldeyrishöft eru. Þá segir að ekki sé ljóst hvernig krónan verður losuð úr viðjum hafta án þess að því fylgi veruleg veiking á gengi hennar með tilheyrandi áföllum fyrir hagkerfið. Þegar horft er til lengri tíma eykur óbreytt fyrirkomulag í gjaldeyris- og peningamálum þjóðarinnar líkur á stöðnun og efnahagslegri einangrun Íslands. Sökum þessa telur Viðskiptaráð vart hægt að líta framhjá því að upptaka annarrar myntar hér á landi, í fullri sátt og samráði við alþjóðasamfélagið, gæti orðið verulega til bóta fyrir innlendan efnahag, jafnt til skemmri og lengri tíma. „Í raun stendur valið ekki lengur á milli áframhaldandi sjálfstæðrar peningastefnu og upptöku annarrar myntar, heldur má færa gild rök fyrir því að valið standi einfaldlega á milli upptöku annarrar myntar eða framhaldi á núverandi stöðu," segir Viðskiptaráð.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira