Smíði gæsluvélarinnar gengið ævintýralega vel 3. apríl 2009 13:17 MYND/Höskuldur Ólafsson Ný flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kemur til landsins þann 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun að því er fram kemur í tikynningu. Smíðin hefur gengið ævintýralega vel. „Smíði flugvélarinnar hefur gengið ævintýralega vel miðað við að þarna er á ferðinni fullkomnasta eftirlitsflugvél þessarar tegundar í heiminum," segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Vélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru samskonar flugvélar notaðar hjá strandgæslum og eftirlits- og björgunaraðilum víða um heim. Vélin verður afhent Landhelgisgæslunni til prófana þann 9. júní og er svo áætluð til landsins þann 9. júlí eins og áður segir. „Kaupsamningur var undirritaður í maí 2007 og var samningsverð 32,2 milljónir dollara. Allar áætlanir um tíma og verð hafa staðist fullkomlega. Ef eitthvað er mun verkið verða undir kostnaðaráætlun." Vélin er smíðuð hjá Bombardier í Kanada en ísetning tæknibúnaðar fer fram hjá Field Aviation í Kanada. Þjálfun á flugvélina er að hefjast og fara fyrstu aðilar utan nú um helgina. „Notkunarmöguleikar flugvélarinnar til öryggis og löggæslu sem og leitar og björgunar eru nánast ótakmarkaðir," segir ennfremur. „Meðal annars býr vélin yfir öflugri infrarauðri myndavél sem bæði getur tekið myndir frá hlið og beint fram, jafnt að nóttu sem degi. Með þessari tækni er hægt að greina athafnir skipa með ótrúlegri nákvæmni sem og mengun sem þýðir gjörbreytingu í auðlindagæslu og umhverfisvernd. Þá verður umbylting í möguleikum í leit á sjó og landi þar sem þessi tækni nemur umhverfið með hætti sem ekki er til staðar hér á landi í dag. Á sviði almannavarna skapast jafnframt nýir möguleikar við að greina breytingar á landslagi svo sem hæðarlínur í jöklum, eldfjöllum og snjóalögum. Einnig er vélin búin mjög öflugum 360 gráðu radar sem getur greint skip í allt að 200 sjómílna fjarlægð og tegund þeirra í 40 sjómílna fjarlægð," að því er fram kemur. Að endingu er tekið fram að nýja vélin skapi Íslendingum kost á að fylgjast með hafinu umhverfis Ísland með allt öðrum og nákvæmari hætti en verið hefur. „Til að færa þetta nær má líkja þessu við færslu af ritvél yfir á tölvu," segir í tilkynningunni. „Þrátt fyrir þetta slæma árferði sem nú er, virðist sem svo að þetta áralanga baráttumál okkar Landhelgisgæslufólks sé að verða að raunveruleika. Hvernig sem notkun á vélinni verður háttað í framtíðinni munu í öllu falli skapast ómældir möguleikar á að geta séð hverju fram fer í íslenskri lögsögu og á hinu geysistóra björgunarsvæði landsins. Með þessari nýju flugvél er einfaldlega um að ræða hreina byltingu í öryggis- löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á Íslandi. Þessi framsýna og stórhuga ákvörðun ríkisstjórnarinnar mun því marka þáttaskil í öryggis og björgunarmálum landsins," segir að lokum og þess getið að þrátt fyrir tímabundnar þrengingar byggir Landhelgisgæslan á traustum grunni og skýrri framtíðarsýn sem staðið verði fast á og byggt ofan á um leið og betur sést til lands.Fleiri myndir og feril smíðinnar má sjá á heimasíðu Landhelgisgæslunnar á þessari slóð. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ný flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kemur til landsins þann 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun að því er fram kemur í tikynningu. Smíðin hefur gengið ævintýralega vel. „Smíði flugvélarinnar hefur gengið ævintýralega vel miðað við að þarna er á ferðinni fullkomnasta eftirlitsflugvél þessarar tegundar í heiminum," segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Vélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru samskonar flugvélar notaðar hjá strandgæslum og eftirlits- og björgunaraðilum víða um heim. Vélin verður afhent Landhelgisgæslunni til prófana þann 9. júní og er svo áætluð til landsins þann 9. júlí eins og áður segir. „Kaupsamningur var undirritaður í maí 2007 og var samningsverð 32,2 milljónir dollara. Allar áætlanir um tíma og verð hafa staðist fullkomlega. Ef eitthvað er mun verkið verða undir kostnaðaráætlun." Vélin er smíðuð hjá Bombardier í Kanada en ísetning tæknibúnaðar fer fram hjá Field Aviation í Kanada. Þjálfun á flugvélina er að hefjast og fara fyrstu aðilar utan nú um helgina. „Notkunarmöguleikar flugvélarinnar til öryggis og löggæslu sem og leitar og björgunar eru nánast ótakmarkaðir," segir ennfremur. „Meðal annars býr vélin yfir öflugri infrarauðri myndavél sem bæði getur tekið myndir frá hlið og beint fram, jafnt að nóttu sem degi. Með þessari tækni er hægt að greina athafnir skipa með ótrúlegri nákvæmni sem og mengun sem þýðir gjörbreytingu í auðlindagæslu og umhverfisvernd. Þá verður umbylting í möguleikum í leit á sjó og landi þar sem þessi tækni nemur umhverfið með hætti sem ekki er til staðar hér á landi í dag. Á sviði almannavarna skapast jafnframt nýir möguleikar við að greina breytingar á landslagi svo sem hæðarlínur í jöklum, eldfjöllum og snjóalögum. Einnig er vélin búin mjög öflugum 360 gráðu radar sem getur greint skip í allt að 200 sjómílna fjarlægð og tegund þeirra í 40 sjómílna fjarlægð," að því er fram kemur. Að endingu er tekið fram að nýja vélin skapi Íslendingum kost á að fylgjast með hafinu umhverfis Ísland með allt öðrum og nákvæmari hætti en verið hefur. „Til að færa þetta nær má líkja þessu við færslu af ritvél yfir á tölvu," segir í tilkynningunni. „Þrátt fyrir þetta slæma árferði sem nú er, virðist sem svo að þetta áralanga baráttumál okkar Landhelgisgæslufólks sé að verða að raunveruleika. Hvernig sem notkun á vélinni verður háttað í framtíðinni munu í öllu falli skapast ómældir möguleikar á að geta séð hverju fram fer í íslenskri lögsögu og á hinu geysistóra björgunarsvæði landsins. Með þessari nýju flugvél er einfaldlega um að ræða hreina byltingu í öryggis- löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á Íslandi. Þessi framsýna og stórhuga ákvörðun ríkisstjórnarinnar mun því marka þáttaskil í öryggis og björgunarmálum landsins," segir að lokum og þess getið að þrátt fyrir tímabundnar þrengingar byggir Landhelgisgæslan á traustum grunni og skýrri framtíðarsýn sem staðið verði fast á og byggt ofan á um leið og betur sést til lands.Fleiri myndir og feril smíðinnar má sjá á heimasíðu Landhelgisgæslunnar á þessari slóð.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira