Schumacher klár í Formúlu 1 kappakstur 26. nóvember 2009 09:06 Michael Schumacher og Willy Weber á blaðamannafundi. Mynd: Getty Images Umboðsmaður Michaels Schumachers segir kappann tilbúinn í Formúlu 1 og hann sé búinn að ná sér af meiðslum sem hindruðu hann í að taka sæti Felipe Massa í sumar, þegar hann meiddist í óhappi. Mikil umræða hefur verið um það að Schumacher verði liðsmaður Mercedes liðsins, fyrrum Brawn liðsins á næsta ári. Hann myndi þá aka við hlið landa síns Nico Rosberg. Til að það geti orðið þarf Ferrari að gefa Schumacher leyfi, þar sem hann ritaði nýlega undir 2 ára samstarfssamning við liðið, en ekki þó í formi ökumanns. "Schumacher er 100% klár í kappakstur. Hálsmeiðslinn há honum ekkert lengur, það er hugur í honum og hann gæti keppt til sigurs", sagði Weber í viðtali í þýska tímaritinu Bunte. Sagt er að Schumacher hafi farið á fund Luca Montezemolo, forseta Ferrari í síðustu viku til að ræða möguleika á þátttöku hans í Formúlu 1 2010. Mercedes vantar toppökumann við hlið Rosbergs, en liðið missti af meistaranum Jenson Button, sem gekk til liðs við McLaren og hann verður þar ásamt Lewis Hamilton. Ferrari verður skipað Felipe Massa og Fernando Alonso. Nafn Nick Heidfeld hefur borið á góma varðandi Mercedes, en unnendur Formúlu 1 myndu gjarnan vilja sjá Schumacher taka eitt ár en og þá er Mercedes besti kosturinn. Sjá lista yfir ökumenn 2010 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Umboðsmaður Michaels Schumachers segir kappann tilbúinn í Formúlu 1 og hann sé búinn að ná sér af meiðslum sem hindruðu hann í að taka sæti Felipe Massa í sumar, þegar hann meiddist í óhappi. Mikil umræða hefur verið um það að Schumacher verði liðsmaður Mercedes liðsins, fyrrum Brawn liðsins á næsta ári. Hann myndi þá aka við hlið landa síns Nico Rosberg. Til að það geti orðið þarf Ferrari að gefa Schumacher leyfi, þar sem hann ritaði nýlega undir 2 ára samstarfssamning við liðið, en ekki þó í formi ökumanns. "Schumacher er 100% klár í kappakstur. Hálsmeiðslinn há honum ekkert lengur, það er hugur í honum og hann gæti keppt til sigurs", sagði Weber í viðtali í þýska tímaritinu Bunte. Sagt er að Schumacher hafi farið á fund Luca Montezemolo, forseta Ferrari í síðustu viku til að ræða möguleika á þátttöku hans í Formúlu 1 2010. Mercedes vantar toppökumann við hlið Rosbergs, en liðið missti af meistaranum Jenson Button, sem gekk til liðs við McLaren og hann verður þar ásamt Lewis Hamilton. Ferrari verður skipað Felipe Massa og Fernando Alonso. Nafn Nick Heidfeld hefur borið á góma varðandi Mercedes, en unnendur Formúlu 1 myndu gjarnan vilja sjá Schumacher taka eitt ár en og þá er Mercedes besti kosturinn. Sjá lista yfir ökumenn 2010
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira