Lífið

Vel heppnuð tónleikaferð

Þungarokkssveitin Sólstafir er að ljúka vel heppnaðri tónleikaferð um Evrópu.
Þungarokkssveitin Sólstafir er að ljúka vel heppnaðri tónleikaferð um Evrópu.
Þungarokkssveitin Sólstafir er að ljúka mánaðarlangri tónleikaferð sinni um Evrópu, sem hefur gengið vonum framar. Þeir félagar hafa lent í ýmsum ævintýrum og meðal annars hittu þeir stúlku í Stuttgart í Þýskalandi sem var með nafn hljómsveitarinnar húðflúrað á handlegginn á sér.

Tónlistargagnrýnendur hafa hrifist af sveitinni og hafa einhverjir líkt henni við goðsagnirnar í Pink Floyd. Alls hafa Sólstafir spilað á tuttugu tónleikum í níu löndum Evrópu í samfloti með hljómsveitunum Code og Secrets of the Moon. Ferðinni lýkur í Finnlandi á föstudaginn og verður síðan haldið heim á leið 19. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.