Innlent

Frá Brasilíu til Íslands - Svona smygla þeir dópinu

Andri Ólafsson skrifar

Íslendingurinn sem tekinn var í Brasilíu ætlaði að notfæra sér velþekkta smygleið úr undirheimunum til að koma fíkniefnunum til Íslands. Heimildir fréttastofu herma að smyglleiðin hafi margoft verið notuð til að koma kókaíni til landsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu sótti Ragnar Hermannsson kókaínið sem smygla átti til íslands til borgarinnar fortaleza. Þangað kom hann með flugi frá evrópu 10 apríl. Þann 1 maí kom hann svo til Recife en þar átti hann bókað flug til Lissabon í portúgal.

Ragnar hefur sagt í yfirheryslum um helgina að frá Lissabon hafi hann ætlað til Malagá á spáni þar sem hans beið 10 þúsund evra greiðsla fyrir smyglið.

En það er ólíklegt að ferðinni hafi átt að ljúka þar enda réðst Ragnar í smyglið til að greiða fíkniefnaskuld á íslandi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu, vel þekkt smygleið að fara með fíkniefni frá Brasilíu til Malaga á Spáni. Þá er fíkniefnum svo ekið norður eftir og hentug leið fundin yfir til íslands. Til að mynda með flugi frá Þýskalandi eða Danmörku eða skútu frá Belgíu eða Hollandi.

Talið er að þessi leið hafi verið farin í ófá skipti þegar reyna á koma kókaíni til Ísland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×