Lífið

Lét breyta glænýjum Audi

Nýi bíll Manúelu er allur hvítur með bleikum Audi-merkjum og hvítum og bleikum felgum.
Nýi bíll Manúelu er allur hvítur með bleikum Audi-merkjum og hvítum og bleikum felgum.

„Við erum búin að vera að bíða eftir þessum bíl í svolítinn tíma og hann er nýkominn,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir um glæsilegan bíl sem hún og eiginmaður hennar, Grétar Rafn Steinsson fótboltamaður, hafa fest kaup á. Bíllinn er af gerðinni Audi Q-7, en var breytt sérstaklega eftir óskum Manúelu.

„Ég er svo hrifin af hvítum bílum svo ég vil hafa allt hvítt, en Audi-merkin aftan á og á stýrinu eru bleik. Felgurnar eru líka hvítar, nema lítill hluti í miðjunni sem er bleikur,“ segir Manúela sem sérhannaði einnig áklæðin inn í bílinn. „Það er hægt að ákveða hvernig maður vill hafa saumana, leðrið og leika sér með það. Nafnið mitt er á höfuðpúðanum, en ég skrifaði bara nafnið mitt á blað og þeir settu það á, svo þetta er í raun undirskriftin mín,“ útskýrir Manúela og segist ánægð með útkomuna. „Það er líka þægilegt að þetta er sjö manna bíll, því við lendum stundum í því að hafa ekki nóg pláss þegar við fáum hópa í heimsókn og erum að skutla og sækja fólk út á völl,“ bætir hún við.

Aðspurð segir hún þau Grétar vera alsæl í Bolton, en hún sat úti í 25 stiga hita og sól þegar blaðamaður náði tali af henni. „Ég er mjög ánægð hérna úti. Við vorum að flytja á betri stað í bænum og það fer rosalega vel um okkur,“ segir Manúela.- ag

Sérhannað áklæði Áklæðin innan í bílnum eru sérhönnuð með undirskrift Manúelu á höfuðpúðanum.
Endurnýja hjúskaparheitin Manúela og Grétar Rafn fótboltamaður ætla að endurnýja hjúskaparheit sín hér á landi í júní, en þau gengu í það heilaga í Hollandi árið 2007.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.