Fótbolti

Örebro að blanda sér í toppbaráttuna - níunda tapið í röð hjá Kristianstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edda Garðarsdóttir var sterk á miðju Örebro að vanda.
Edda Garðarsdóttir var sterk á miðju Örebro að vanda. Mynd/Stefán

KIF Örebro DFF vann glæsilegan 2-0 útisigur á AIK í sænsku kvennadeildinni í dag og komst fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar við hlið Linköping sem er áfram í 2. sætinu á betri markatölu.

Edda Garðarsdóttir lék allan leikinn á miðju Örebro en Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir gat ekki leikið með vegna meiðsla. Það var finnska landsliðskonan Sanna Talonen sem skoraði bæði mörk Örebro í leiknum.

Á sama tíma tapaði Kristianstad níunda leiknum í röð þegar liðið lá 0-3 á heimavelli á móti Kopparbergs/Göteborg. Kristianstad á því enn eftir að fá stig undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Markatala liðsins er 8-26.

Íslendingarnir þrír í liði Kristianstad léku allan leikinn, Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir voru á miðjunni og Erla Steina Arnardóttir lék í miðverðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×