Rússar vilja hraða samningum um aðild þeirra að WTO 30. maí 2009 11:00 Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum.Reuters greinir frá því að samningaviðræðurnar séu nú að komast á næsta stig þar sem boðaður hefur verið fundur í næstu viku með háttsettum embættismönnum ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. Í þeim taka þátt Catherine Ashton viðskiptastjóri ESB, Ron Kirk fulltrúi bandaríska viðskiptaráðuneytisins og Elvira Nabiullina efnahagsmálaráðherra Rússlands.Stefán segir í samtali við Reuters að góður gangur hafi verið í aðildarviðræðunum hingað til en fundað var í þessari viku um málið. „Árangur hefur náðst í uppkasti að samningi við Rússa í sex meginatriðum," segir Stefán. „Ég held að menn vilji hraða þessu máli, einkum Rússar."Reuters hefur það eftir ónefndum embættismanni að fyrrgreindur fundur eigi að leiða í ljós hvort ekki sé hægt að koma aðildarviðræðunum á lokastig og ganga frá lausum endum sem fyrst.Rússland hefur í yfir áratug reynt að gerast meðlimur í WTO, sem nú telur 153 þjóðir. Aðild þeirra hefur einkum strandað á andstöðu Bandaríkjanna en allar þjóðirnar verða að samþykkja umsókn nýrra þjóða að stofnuninni.Eitt af þeim deilumálum sem leysa þarf nú er bann Rússa við innflutningi á ýmsum kjötvörum frá Bandaríkjunum vegna óttans af svínaflensunni. Bandaríkjamenn hafa mótmælt þessu banni og segja að það byggi ekki á neinum vísindalegum rökum. Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum.Reuters greinir frá því að samningaviðræðurnar séu nú að komast á næsta stig þar sem boðaður hefur verið fundur í næstu viku með háttsettum embættismönnum ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. Í þeim taka þátt Catherine Ashton viðskiptastjóri ESB, Ron Kirk fulltrúi bandaríska viðskiptaráðuneytisins og Elvira Nabiullina efnahagsmálaráðherra Rússlands.Stefán segir í samtali við Reuters að góður gangur hafi verið í aðildarviðræðunum hingað til en fundað var í þessari viku um málið. „Árangur hefur náðst í uppkasti að samningi við Rússa í sex meginatriðum," segir Stefán. „Ég held að menn vilji hraða þessu máli, einkum Rússar."Reuters hefur það eftir ónefndum embættismanni að fyrrgreindur fundur eigi að leiða í ljós hvort ekki sé hægt að koma aðildarviðræðunum á lokastig og ganga frá lausum endum sem fyrst.Rússland hefur í yfir áratug reynt að gerast meðlimur í WTO, sem nú telur 153 þjóðir. Aðild þeirra hefur einkum strandað á andstöðu Bandaríkjanna en allar þjóðirnar verða að samþykkja umsókn nýrra þjóða að stofnuninni.Eitt af þeim deilumálum sem leysa þarf nú er bann Rússa við innflutningi á ýmsum kjötvörum frá Bandaríkjunum vegna óttans af svínaflensunni. Bandaríkjamenn hafa mótmælt þessu banni og segja að það byggi ekki á neinum vísindalegum rökum.
Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira