Nýsköpun til framtíðar Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifa um nýsköpun skrifar 30. maí 2009 05:45 Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækniþróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrirtækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningarmála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum aukalega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúdentaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal námsmanna og erfitt að finna sumarstörf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður námsmanna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknarstörfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækniþróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrirtækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningarmála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum aukalega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúdentaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal námsmanna og erfitt að finna sumarstörf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður námsmanna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknarstörfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun