Kaupþing banki, sem var í 593 sæti á lista Forbes, yfir stærstu 2000 fyrirtæki heims í fyrra er dottinn út af listanum. Þetta þarf ef til vill ekki að koma á óvart enda hrundi bankinn í október og enn hefur ekki tekist að ljúka við gerð efnahagsreiknings hans að nýju.
Í fyrsta sæti listans er annars General Electrics, í öðru sæti Royal Dutch Shell og í þriðja sæti Toyota Motors. Listi Forbes byggir ekki á einni mælingu eins og sölutölum eða eignum heldur er notað vegið meðaltal sölutalna, hagnaðar, eigna og markaðsvirðis til að finna stærð fyrirtækisins.
1 General Electric
2 Royal Dutch Shell
3 Toyota Motor
4 ExxonMobil
5 BP United Kingdom
6 HSBC Holdings
7 AT&T
8 Wal-Mart Stores
9 Banco Santander
9 Chevron
Kaupþing dottið af lista Forbes
