Enski boltinn

Voronin enn staðráðinn í að sanna sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Voronin er ekkert af baki dottinn þó svo tækifærin hjá Liverpool séu af skornum skammti og hann kveiki ekki beint í leik liðsins þegar hann fær tækifæri.

Voronin var lánaður til Hertha Berlin síðasta vetur og fór mikinn. Hann ætlaði að halda uppteknum hætti á Anfield í vetur en það hefur lítið farið fyrir snilldartöktunum.

„Síðasta tímabil var mjög gott fyrir mig því þá spilaði ég meira og skoraði mikið. Ég var ánægður í Þýskalandi en vildi alltaf koma aftur til Liverpool því það er risafélag. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera hér," sagði þessi síðhærði, þrítugi framherji.

„Ég er búinn að tala við Rafa og ég vil nýta tækifærin mín. Vinna vel fyrir mínu og spila með Liverpool. Ég fæ vonandi að spila í næsta leik og ég vil sýna stuðningsmönnum félagsins að ég get meira en ég hef sýnt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×