Handbolti

Aftur vann Fram á Ásvöllum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stella Sigurðardóttir skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna í dag.
Stella Sigurðardóttir skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna í dag. Mynd/Arnþór
Úrslitakeppnin í N1-deild kvenna hófst í dag með tveimur leikjum í undanúrslitum.

Fram mætti deildarmeisturum Haukum og á Ásvöllum og hafði þar sigur, 32-30. Sömu lið mættust í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla og þar höfðu Framarar einnig sigur á Ásvöllum.

Stella Sigurðardóttir skoraði tíu mörk fyrir Fram og Marthe Sördal sex. Staðan í hálfleik var 17-16, Fram í vil.

Ramune Pekarskyte fór mikinn í liði Hauka og skoraði ellefu mörk. Hanna G. Stefánsdóttir og Nína Kristín Björnsdóttir skoruðu sex mörk hvor.

Þá vann Stjarnan sigur á Val á heimavelli, 24-21. Staðan í hálfleik var 12-11, Stjörnunni í vil.

Alina Petrache skoraði tólf mörk fyrir Stjörnuna og Harpa Sif Eyjólfsdóttir fimm. Markahæst hjá Val var Hrafnhildur Skúladóttir með fimm mörk. Dagný Skúladóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir voru með fjögur mörk hver.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×