Innlent

Varðhaldsúrskurður Catalinu stendur

Catalinu Ncogo.
Catalinu Ncogo. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem Miðbaugsmaddömunni Catalinu Ncogo er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 22. desember.

Catalina er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Hún var handtekin í byrjun mánaðarins ásamt konu um tvítugt og voru þær úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Tveimur dögum fyrr var Catalina dæmd í fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl.

Rannsóknin hefur staðið yfir undanfarnar vikur en í tengslum við hana lokaði lögreglan fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni. Yngri konunni var sleppt úr haldi í síðustu viku.

Að minnsta kosti þrjár aðrar konur koma við sögu í málinu en þær eru taldar hafa lagt stund á vændi. Umræddar konur eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar þeirrar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál en konurnar þrjár hafa verið færðar til skýrslutöku hjá lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×