Viðskipti erlent

Apple á Norðurlöndum selt til Rússa

Bjarni Ákason eigandi Humac hefur selt starfsemi Apple á Norðurlöndunum til rússneska félagsins ECS Group. Þetta kemur fram í frétt á business.dk.

Bjarni Ákason eigandi Humac segir í samtali við business.dk að hann sé mjög ánægður með þessa lausn fyrir Humac. „Þeir erfiðleikar sem komnir eru upp á Íslandi hafa gert það erfitt að fá nægilegt fjármagn til að þróa starfsemi Humac áfram að fullu," segir Bjarni.

Alexander Domanitsky forstjóri ECS yfir starfsemi félagsins utan Rússlands segir að kaupin á Humac séu gott tækifæri fyrir félagið til að koma sér fyrir á Norðurlöndunum. "Við sjáum Norðurlöndin sem spennandi markað og munum með ánægju þróa starfsemina áfram," segir Domanitsky.

Sten Mortensen hefur látið af störfum sem forstjóri Humac og er Alexander Domanitsky tekinn við stöðu hans.

ECS Group samanstendur af 15 fyrirtækjum með 750 starfsmenn. Humac er stærstui söluaðili Apple tölva á Norðurlöndunum með 15 verslanir og um 200 starfsmenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×