Enski boltinn

Arsene Wenger óskar Tottenham til hamingju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/AFP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur óskaði erkifjendunum í Tottenham til hamingju með 9-1 sigur liðsins á Wigan á sunnudaginn. Jermain Defoe skoraði fimm mörk í leiknum og Aaron Lennon var með eitt mark og þrjár stoðsendingar.

„Þetta er frábært afrek hjá þeim," sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi fyrir leik Arsenal á móti Standard Liege í Meistaradeildinni. „Ég finn samt örlítið til með Wigan því þeir hafa verið að spila vel á þessu tímabili. Þeir hafa farið frá því að vinna Chelsea í að fá svona mörg mörk á sig," sagði Wenger.

„Þeir eru með stjóra sem vill að sitt lið spili fótbolta sem ég er mjög hrifinn af. Stundum getur það þó unnið á móti þér," sagði Wenger um Roberto Martinez, stjóra Wigan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×