Lífið

Dönsk útgáfa vill Berndsen

berndsen Samningur við danska fyrirtækið Good Tape Records er í bígerð. 
fréttablaðið/arnþór
berndsen Samningur við danska fyrirtækið Good Tape Records er í bígerð. fréttablaðið/arnþór

„Þeir eru að undirbúa samning fyrir mig sem ég er væntanlega að fara að skrifa undir,“ segir tónlistarmaðurinn Berndsen.

Danska útgáfufyrirtækið Good Tape Records hefur mikinn áhuga á Berndsen eftir að hafa séð vel heppnaða tónleika hans á hátíðinni Réttum á dögunum. Hugmyndin er að koma myndbandi hans við lagið Supertime í danska sjónvarpið og einnig að nota lagið í sjónvarpsþáttum. Dreifing á væntanlegri plötu hans er einnig fyrirhuguð í Skandinavíu og tónleikar sömuleiðis.

„Það væri helvíti gott,“ segir hann um mögulegan samning við Danina.

„Þetta er eiginlega búið að vera hálfskrítið hvernig allt er búið að þróast. Það er eiginlega eins og það sé búið að ákveða þetta fyrir mig og ég er einfaldlega að taka þátt í þessu.“

Berndsen segir að tónleikarnir á Réttum hafi gengið framar vonum. „Það var rugl stemning þar og fólk var syngjandi með lögunum mínum,“ segir hann.

„Ég var dálítið stressaður því þetta voru fyrstu tónleikarnir mínir en það voru bara allir búnir að sjá myndbandið mitt sem voru þarna.“

Auk Supertime hefur Berndsen gert myndband við lagið Lover in the Dark. Einhver bið verður eftir þriðja myndbandinu en hollenskur náungi hefur þegar lýst yfir áhuga á að taka það upp. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.