Golf

Allir horfa á Tiger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger horfir hér á eftir lokapúttinu sínu sem var glæsilegt.
Tiger horfir hér á eftir lokapúttinu sínu sem var glæsilegt. Nordic Photos/Getty Images

Endurkoma Tiger Woods á golfvöllinn er himnasending fyrir íþróttina. Fólk flykkist að sjónvarpstækjunum til þess að horfa á golf á nýjan leik og það má allt þakka Tiger Woods.

Woods vann í gær sinn fyrsta sigur eftir langþráð meiðsli. Það gerði hann enn og aftur á snilldarlegan hátt. Bandaríkjamenn fylgdust spenntir með og hefur ekki verið annað eins áhorf á golf í sjónvarpinu síðan á opna bandaríska mótinu í júní síðastliðinum.

Þá vann Tiger einmitt dramatískan sigur þó svo hann væri meiddur. Hann haltraði síðasta hringinn en vann samt. Hann fór svo í aðgerð eftir mótið og var fjarverandi í átta mánuði.

Áhorfið á Bay Hill-mótið í gær var meira en á opna breska sem og á PGA-meistaramótið. Það á sér eðlilega skýringu. Tiger var ekki að keppa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×