Teikn virðast á lofti eftir lokaæfingu keppnisliða í Formúlu 1 á Nurburgring í morgun. McLaren og Ferrari eru aftur farinn að berjast um besta tíma því Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma dagsins, fyrir tímatökuna sem er í hádeginu.
Fernando Alonso á Renault skaust óvænt í annað sæti, aðeins 0.2 sekúndum á eftir Hamilton og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji. Heimamaðurinn Sebastian Vettel varð fjórði á Red Bull, en hann vann síðasta mót og félagi hans Mark Webber varð fimmti.
Jenson Button á Brawn sem er fremstur í stigamótinu var aðeins með ellefta besta tíma eftir basl með framenda bílsins.
Bein útsending er á Stöð 2 Sport frá tímatökunni á Nurburgring sem ákvarðar rásröðina fyrir kappaksturinn á morgun.