Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir 10. nóvember 2009 06:00 Tónlistarkonan hefur selt bandaríska fyrirtækinu Songs Publishing hluta af höfundarrétti allra laga sinna. fréttablaðið/stefán „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það," segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. „Þetta hefur gert okkur smá erfitt fyrir síðustu mánuði en við erum komin yfir þann hjalla núna," segir Kári. „Þetta lofaði mjög góðu og þetta leit allt rosalega vel út en svo þegar á hólminn var komið var þetta okkur ekki að skapi." Óánægjan stafaði aðallega af því hvernig fyrirtækið vildi haga framleiðslunni á plötum Lay Low. Vildi það kosta minna til en forsvarsmenn Lay Low voru tilbúnir að sætta sig við. Að sögn Kára tóku forsvarsmenn Nettwerk tíðindunum ekki vel í upphafi en á endanum skildu aðilar í góðu. „Þetta var þannig séð gert á vingjarnlegu nótunum en þeir voru eðlilega súrir. Við mátum stöðuna bara þannig upp á framtíðina að það væri ekki skynsamlegt fyrir okkur að festa okkur þarna." Nettwerk, sem er með útibú víða um heim, hefur á sínum snærum þekkta flytjendur á borð við Söruh McLachlan, Mörthu Wainwright og The Cardigans. Einn af stofnendum þess sá Lay Low spila á tónleikum í Fríkirkjunni á síðasta ári og bauð henni í kjölfarið útgáfusamning. Hljóðaði hann upp á útgáfu þriggja platna söngkonunnar og hefur fyrirtækið þegar gefið út Farewell Good Night"s Sleep í Evrópu. Útgáfa í Bandaríkjunum var síðan fyrirhuguð en ekkert varð af henni. Lay Low er því án útgáfusamnings erlendis og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort bitist verði um hana á næstunni. Til að snúa vörn í sókn hefur Lay Low gert höfundarréttarsamning við bandaríska fyrirtækið Songs Publishing. Upphæð samningsins nemur milljónum. Í honum felst að hluti af þeim stefgjöldum sem Lay Low fær erlendis fyrir lögin sem hún hefur samið rennur til fyrirtækisins. Einnig felst í samningnum möguleiki á höfundarrétti á lögum á tveimur næstu plötum hennar. „Þetta kemur okkur á rétt flug aftur. Við erum rosalega ánægð með þetta," segir Kári, en Songs Publishing hefur lengi haft augastað á Lay Low. Til að ávaxta pund sitt betur mun fyrirtækið reyna að koma tónlist Lay Low á framfæri í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Songs Publishing mun vera miðlungsstórt í tónlistarbransanum og hefur innan sinna raða hljómsveitina Little Joy, hliðarverkefni Fabrizio Moretti, trommara The Strokes, auk sveitanna Tokyo Police Club, The Album Leaf, Islands og Blackalicious. freyr@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
„Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það," segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. „Þetta hefur gert okkur smá erfitt fyrir síðustu mánuði en við erum komin yfir þann hjalla núna," segir Kári. „Þetta lofaði mjög góðu og þetta leit allt rosalega vel út en svo þegar á hólminn var komið var þetta okkur ekki að skapi." Óánægjan stafaði aðallega af því hvernig fyrirtækið vildi haga framleiðslunni á plötum Lay Low. Vildi það kosta minna til en forsvarsmenn Lay Low voru tilbúnir að sætta sig við. Að sögn Kára tóku forsvarsmenn Nettwerk tíðindunum ekki vel í upphafi en á endanum skildu aðilar í góðu. „Þetta var þannig séð gert á vingjarnlegu nótunum en þeir voru eðlilega súrir. Við mátum stöðuna bara þannig upp á framtíðina að það væri ekki skynsamlegt fyrir okkur að festa okkur þarna." Nettwerk, sem er með útibú víða um heim, hefur á sínum snærum þekkta flytjendur á borð við Söruh McLachlan, Mörthu Wainwright og The Cardigans. Einn af stofnendum þess sá Lay Low spila á tónleikum í Fríkirkjunni á síðasta ári og bauð henni í kjölfarið útgáfusamning. Hljóðaði hann upp á útgáfu þriggja platna söngkonunnar og hefur fyrirtækið þegar gefið út Farewell Good Night"s Sleep í Evrópu. Útgáfa í Bandaríkjunum var síðan fyrirhuguð en ekkert varð af henni. Lay Low er því án útgáfusamnings erlendis og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort bitist verði um hana á næstunni. Til að snúa vörn í sókn hefur Lay Low gert höfundarréttarsamning við bandaríska fyrirtækið Songs Publishing. Upphæð samningsins nemur milljónum. Í honum felst að hluti af þeim stefgjöldum sem Lay Low fær erlendis fyrir lögin sem hún hefur samið rennur til fyrirtækisins. Einnig felst í samningnum möguleiki á höfundarrétti á lögum á tveimur næstu plötum hennar. „Þetta kemur okkur á rétt flug aftur. Við erum rosalega ánægð með þetta," segir Kári, en Songs Publishing hefur lengi haft augastað á Lay Low. Til að ávaxta pund sitt betur mun fyrirtækið reyna að koma tónlist Lay Low á framfæri í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Songs Publishing mun vera miðlungsstórt í tónlistarbransanum og hefur innan sinna raða hljómsveitina Little Joy, hliðarverkefni Fabrizio Moretti, trommara The Strokes, auk sveitanna Tokyo Police Club, The Album Leaf, Islands og Blackalicious. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira