Lífið

Teknóið er enn að þróast

Reyk Veek Heimir Héðinsson og vinir hans spila teknó undir heitinu Reyk Veek. Heimi finnst tónlistarstefnan heillandi.
Reyk Veek Heimir Héðinsson og vinir hans spila teknó undir heitinu Reyk Veek. Heimi finnst tónlistarstefnan heillandi.

„Reyk Veek er samstarfsverkefni nokkurra tónlistarmanna sem allir spila og semja teknótónlist. Við þekktumst lítið áður en samstarfið hófst en áttum það sameiginlegt að vilja spila gott teknó,“ segir plötusnúðurinn Heimir Héðinsson um tónlistarverkefnið Reyk Veek.

Hann telur að samstarf sem þetta geri tónlistarmönnum kleift að koma ýmsu í framkvæmd sem erfiðara væri að gera einn síns liðs, líkt og útgáfu hljómdiska. „Þetta gerir líka sköpunarferlið skemmtilegra og í leiðinni kynnist maður nýju fólki og nýjum hugmyndum.“

Heimir hefur unnið sem plötusnúður frá árinu 2005 og hefur auk þess verið að vinna að eigin tónlist ásamt Raffaele Manna sem þeir hyggjast gefa út bráðlega undir merkjum Reyk Veek.

„Mér finnst tónlist vera eitt það persónulegasta sem maður getur látið frá sér og þess vegna höfum við ekki verið að flýta okkur við að gefa efnið okkar út. Við spilum undir nafninu Karíus & Baktus og komumst nýlega á samning hjá umboðsskrifstofu sem sér um að bóka okkur erlendis, nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast.“

Tvö danskvöld hafa verið haldin eftir að Reyk Veek var komið á laggirnar, þriðja kvöldið fer fram á Jacobsen hinn 17. október. Heimir segir kvöldin hafa verið vel sótt og leggja listamennirnir mikið kapp á að leika lifandi tónlist í bland við skífuþeytingar. „Það sem er heillandi við raftónlist er að þessi tónlistarstefna er enn að þróast og því eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera,“ segir Heimir að lokum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.