Körfubolti

FSu vann annan sigur á Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu.
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu.
FSu vann nuaman sigur á Njarðvík, 83-82, í háspennuleik í Njarðvík í kvöld er þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna.

Vésteinn Sveinsson skoraði sigurkörfu leiksins eftir að Logi Gunnarsson hafði jafnað metin með tveimur vítaköstum þegar rúm hálf mínúta var til leikskloka.

Vésteinn fiskaði villu og nýtti annað vítið sitt. Njarðvík fékk svo boltann þegar níu sekúndur voru eftir en Logi tapaði boltanum. Þá tók FSu leikhlé og brutu Njarðvíkingar strax af sér. Sævar Sigmundsson fór á vítalínuna en klikkaði á báðum skotunum. Þó reyndist of skammur tími til leiksloka fyrir Njarðvíkinga og FSu fagnaði sínum öðru sigri á Njarðvík á tímabilinu en liðin mættust einnig í fyrstu umferðinni.

Njarðvík var með tíu stiga forystu í hálfleik en FSu fór mikinn í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 30 stig gegn þrettán.

Logi var stigahæstur leikmanna Njarðvíkur með 31 stig og Friðrik Stefánsson kom næstur með 20 stig og þrettán fráköst.

Sævar skoraði flest stig FSu eða 28 talsins. Vésteinn kom næstur með átján og Árni Ragnarsson skoraði átján.

Snæfell vann sigur á Tindastóli á Sauðárkróki, 95-88. Sigurður Þorvaldsson skoraði 29 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 22. Hjá Tindastóli var Helgi Rafn Viggósson stigahæstur með átján stig og Ísak Einarsson sautján.

Þá er KR enn ósigrað í deildinni eftir sigur á ÍR í Seljaskóla, 98-80. Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig og Jakob Sigurðarson átján. Hreggviður Magnússon skoraði 23 stig fyrir ÍR og Ómar Sævarsson 20.

KR er á toppi deildarinnar með 24 stig, Snæfell í fjórða sæti með fjórtán og Tindastóll og Njarðvík eru bæði með tólf stig í 5.-6. sæti. ÍR er í áttunda sæti með tíu stig og FSu í því ellefta með átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×