Enski boltinn

Munum lifa af án Drogba

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, óttast ekki að Chelsea muni lenda í vandræðum þegar liðið spilar án Didier Drogba í næstu leikjum en hann er á leið í Afríkukeppnina.

Drogba er búinn að skora 19 mörk fyrir félagið í vetur. Chelsea mun einnig missa Salomon Kalou og það verður því álag á Nicolas Anelka í framlínunni sem mun njóta liðsinnis Daniel Sturidge og Fabio Borini.

„Við höfum staðið okkur vel án Didier í vetur þó svo hann hafi skorað 19 mörk. Við unnum í Meistaradeildinni án hans og getum gert það sama í deildinni. Við gætum þurft að breyta leikkerfi okkar á stundum en þetta verður í lagi," sagði Ancelotti sem hitti ekki Jose Mourinho eftir leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×