Lífið

Vill annað barn bráðum

Courteney Cox segist þurfa að hafa hraðann á vilji hún eignast annað barn.
Courteney Cox segist þurfa að hafa hraðann á vilji hún eignast annað barn.
Vinurinn Courteney Cox segist þurfa að hafa hraðann á vilji hún annað barn, en hún er nú 45 ára. „Við erum ekki byrjuð að reyna, en við vitum að við þurfum að hafa hraðann á. Ég er tilbúin til að verða móðir á ný, en aðeins af því að ég veit að klukkan tifar. Ef ég væri tíu árum yngri mundi ég bíða í eitt ár til viðbótar. Mér fyndist fínt að það væri smá aldursmunur á milli barnanna því þá gæti Coco hjálpað mér með næsta barn. Að eiga eitt er erfitt. Að eiga tvö börn er örugglega enn erfiðara,“ sagði leikkonan, en hún og eiginmaður hennar, David Arquette, eiga saman dótturna Coco Riley sem er fædd árið 2004.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.