Lífið

Austmenn í Íslenskri grafík

Teikning eftir Zdenek Patak úr röð hans Steinn og fjall.
Mynd/Íslensk Grafík-Zedenek Patak
Teikning eftir Zdenek Patak úr röð hans Steinn og fjall. Mynd/Íslensk Grafík-Zedenek Patak
Hinn 10. þessa mánaðar var opnuð sýning á verkum tveggja myndlistar­manna í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu – Miðbakkamegin. Þeir koma báðir að austan í tvennum skilningi. Richard Valtingojer er fæddur í Bolzano undir Brenner-skarði 1935. Hann stundaði nám í Graz og Vín og á áttunda áratugnum hjá Paul Weber í Þýskalandi. Hann hefur haldið einkasýningar víða um lönd en hefur um árabil verið búsettur á Stöðvarfirði. Hann sýnir nú grafíkverk sem mörg sækja efni sitt á ströndina.

Zdenek Patak er fæddur í Prag 1979. Hann er menntaður grafískur hönnuður í Prag og Reykjavík, en hann fluttist hingað til lands 2007. Hann býr líka á Stöðvarfirði og sýnir hér stórar teikningar sem endurspegla návist stórra fjalla þar austur frá sem hann segir hafa gotn­eskt yfirbragð.

Sýning þeirra félaga verður opin frá fimmtudegi til sunnudags í sal Íslenskrar grafíkur til 1. nóvember.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.