Lífið

Gefins ís á Vitastíg

„Okkur fannst alveg upplagt að gefa ís við opnun sýningarinnar og vorum svo heppnar að Ísbúð Vesturbæjar styrkti okkur höfðinglega,“ segir Julia Staples, en hún og samlanda hennar frá Bandaríkjunum, Lana Vogestad, halda samsýninguna No man‘s land þessa dagana í Lost Horse Galleríinu að Vitastíg 9a. Þær endurtaka ísgjöfina í dag frá kl. 13-19, eða eins lengi og birgðir endast. Auk listarinnar og íssins verður boðið upp á lifandi órafmagnaða tónlist í dag. Skúli Þórðarson, Snorri Helgason, Una Sveinbjarnardóttir, Adda og hljómsveitin Reykjavík! koma fram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.