Lífið

Vonbrigði með tónleika

Rokksveitin Vonbrigði heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma í kvöld.
Rokksveitin Vonbrigði heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma í kvöld.
Rokksveitin Vonbrigði heldur sína fyrstu tónleika í um eitt ár á skemmtistaðnum Amsterdam í kvöld. Um nokkurs konar útgáfutónleika er að ræða vegna plötunnar Tapír sem hljómsveitin gaf út í vor. Hún var fyrsta plata Vonbrigða síðan Eðli annarra kom út en á henni voru lög með gömlu efni frá árunum 1981 til 1985. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Ó Reykjavík, sem hljómaði í myndinni Rokk í Reykjavík, og hefur allar götur síðan haldið sama fjögurra manna kjarnanum. Frítt verður inn á tónleikana í kvöld og mun hljómsveitin Dýrðin hita upp.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.