Reiður Einar Már í Danmörku 5. nóvember 2009 06:00 Hrósað Einari Má er hrósað í hástert fyrir Hvítu bókina í dönskum fjölmiðlum. Politiken gefur henni fimm stjörnur. Fréttablaðið/Arnþór Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. Danskir fjölmiðlar fara lofsamlegum orðum um Hvítu bók Einars Más Guðmundssonar sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Bókin fjallar um íslenska efnahagshrunið. Dagblaðið Kristeligt Dagblad birtir flennistórt viðtal við íslenska rithöfundinn undir fyrirsögninni: „Einar er ikke bare skuffet – Einar er vred“, sem myndi útleggjast á hið ylhýra: „Einar er ekki bara vonsvikinn – Einar er reiður“. Í viðtalinu fer rithöfundurinn um víðan völl og segir meðal annars að fjöldi fólks hafi komið að máli við hann og sagt að hann gæti komið á prent hugsunum þeirra. „Ég varð þess vegna einhvers konar búktalari,“ segir Einar. Reiði Einars er sögð skína í gegn á síðum bókarinnar en sjálfur vill rithöfundurinn ekkert kannast við þá tilfinningu í samtali við Fréttablaðið. „Ef þeim finnst ég vera reiður þá er það bara þeirra mat á því. Sjálfur upplifi ég þetta ekki svoleiðis, mér finnst þetta sett fram af mikilli yfirvegun þótt auðvitað séu miklar tilfinningar í spilunum.“ Einar fór í kjölfar útgáfu bókarinnar í nokkur viðtöl, var meðal annars myndaður fyrir framan verslunarmiðstöðina Magasin Du Nord af danskri sjónvarpsstöð af augljósum ástæðum. Hann hélt síðan í mikla upplestrarferð um Vestur-Jótland, heimsótti smábæi og þorp sem fæstir hafa heyrt um og upplifði þar á köflum minnkað ástand af íslenskum veruleika. „Mér var sagt að í sumum smábæjum þorðu bankamenn ekki út úr húsi. Þeir höfðu kannski ráðlagt fólki að leggja ævisparnað sinn í hlutabréfakaup sem síðar meir hrundu í verði.“ Gagnrýnendur danskra fjölmiðla eru allir á einu máli um gæði bókarinnar. Gagnrýnandi Politiken, Poul Pedersen, þykir Hvíta bókin alveg einstaklega vel skrifuð bók og gefur henni fimm stjörnur. Hann lætur þar ekki staðar numið heldur spyr sig hvar danskir rithöfundar séu. Því svo sannarlega ríki líka efnahagsleg krísa heima fyrir. „Eru danskir rithöfundar virkilega svona uppteknir af eigin list að þeir hafa gleymt samfélaginu sem þeir lifa í?“ spyr Pedersen og bætir við: „Hvar er eiginlega reiðin í Danmörku?“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. Danskir fjölmiðlar fara lofsamlegum orðum um Hvítu bók Einars Más Guðmundssonar sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Bókin fjallar um íslenska efnahagshrunið. Dagblaðið Kristeligt Dagblad birtir flennistórt viðtal við íslenska rithöfundinn undir fyrirsögninni: „Einar er ikke bare skuffet – Einar er vred“, sem myndi útleggjast á hið ylhýra: „Einar er ekki bara vonsvikinn – Einar er reiður“. Í viðtalinu fer rithöfundurinn um víðan völl og segir meðal annars að fjöldi fólks hafi komið að máli við hann og sagt að hann gæti komið á prent hugsunum þeirra. „Ég varð þess vegna einhvers konar búktalari,“ segir Einar. Reiði Einars er sögð skína í gegn á síðum bókarinnar en sjálfur vill rithöfundurinn ekkert kannast við þá tilfinningu í samtali við Fréttablaðið. „Ef þeim finnst ég vera reiður þá er það bara þeirra mat á því. Sjálfur upplifi ég þetta ekki svoleiðis, mér finnst þetta sett fram af mikilli yfirvegun þótt auðvitað séu miklar tilfinningar í spilunum.“ Einar fór í kjölfar útgáfu bókarinnar í nokkur viðtöl, var meðal annars myndaður fyrir framan verslunarmiðstöðina Magasin Du Nord af danskri sjónvarpsstöð af augljósum ástæðum. Hann hélt síðan í mikla upplestrarferð um Vestur-Jótland, heimsótti smábæi og þorp sem fæstir hafa heyrt um og upplifði þar á köflum minnkað ástand af íslenskum veruleika. „Mér var sagt að í sumum smábæjum þorðu bankamenn ekki út úr húsi. Þeir höfðu kannski ráðlagt fólki að leggja ævisparnað sinn í hlutabréfakaup sem síðar meir hrundu í verði.“ Gagnrýnendur danskra fjölmiðla eru allir á einu máli um gæði bókarinnar. Gagnrýnandi Politiken, Poul Pedersen, þykir Hvíta bókin alveg einstaklega vel skrifuð bók og gefur henni fimm stjörnur. Hann lætur þar ekki staðar numið heldur spyr sig hvar danskir rithöfundar séu. Því svo sannarlega ríki líka efnahagsleg krísa heima fyrir. „Eru danskir rithöfundar virkilega svona uppteknir af eigin list að þeir hafa gleymt samfélaginu sem þeir lifa í?“ spyr Pedersen og bætir við: „Hvar er eiginlega reiðin í Danmörku?“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira