Keppir í umhverfisvænni fatahönnun 9. desember 2009 05:30 Fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir, sem hefur hannað undir nafninu REY, segist vel geta hugsað sér að vinna áfram með umhverfisvæn efni. Fréttablaðið/vilhelm Hið norræna fatahönnunarfélag, sem Fatahönnunarfélag Íslands er í, stendur fyrir verkefninu Nordic Initiative, Clean and Ethical. Markmið verkefnisins er að stuðla að náttúrulegum framleiðsluháttum innan tískuiðnaðarins og lýkur verkefninu með hönnunarkeppni sem haldin verður í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn í þessari viku. Fjórir íslenskir hönnuðir taka þátt í verkefninu, þar á meðal er fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir sem segir verkefnið hafa vakið hana til umhugsunar um umhverfisvæna fatahönnun. Rebekka útskrifaðist sem fatahönnuður frá Fashion Institute of Design and Merchandising í Los Angeles í fyrra. Hún flutti heim til Íslands í vor og bauðst henni að taka þátt í Reykjavík Showroom stuttu síðar en það er sölusýning sem haldin er ár hvert og gefur ungum fatahönnuðum tækifæri til að kynna vörur sínar. „Búslóðin mín og saumavélin voru ekki enn komin til landsins þegar þetta var þannig að ég reddaði mér með því að prjóna litla línu sem samanstóð aðallega af peysum. Ég hugsaði með mér að ef ég kæmi mér ekki inn í samfélag fatahönnuða hér heima strax þá þyrfti ég að bíða í heilt ár fram að næsta Showroomi. Ég var mjög fegin þeirri ákvörðun því í kjölfarið bauðst mér að taka þátt í þessu verkefni,“ útskýrir Rebekka. Í september var hönnuðunum boðið til Danmerkur. Þar sátu þeir ýmis námskeið þar sem umhverfisvæn framleiðsla var kennd. Hver hönnuður fær síðan frjálsar hendur við hönnun á tveimur klæðasamsetningum, en efnið sem unnið er úr þarf að mestu að vera umhverfisvænt. „Mér fannst verkefnið erfitt að því leytinu til að ég fékk ekki litina sem mig langaði að fá. Ég endaði á því að lita efnið sjálf og gerði um ellefu litaprufur áður en ég varð sæmilega sátt. En efnin sem við fengum til að vinna úr voru æðisleg.“ Rebekka segist vel geta hugsað sér að halda áfram að vinna með umhverfisvæn efni í framtíðinni og telur að Norðurlöndin geti skapað sér sérstöðu með því að sérhæfa sig í umhverfisvænni hönnun. Keppnin fer fram 9. desember og segist Rebekka vera nokkuð stressuð fyrir sýninguna. „Ég fékk spennufall eftir að hafa sent flíkurnar frá mér í byrjun síðustu viku og ég er bæði spennt og mjög stressuð fyrir keppnina sjálfa.“ - sm Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Hið norræna fatahönnunarfélag, sem Fatahönnunarfélag Íslands er í, stendur fyrir verkefninu Nordic Initiative, Clean and Ethical. Markmið verkefnisins er að stuðla að náttúrulegum framleiðsluháttum innan tískuiðnaðarins og lýkur verkefninu með hönnunarkeppni sem haldin verður í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn í þessari viku. Fjórir íslenskir hönnuðir taka þátt í verkefninu, þar á meðal er fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir sem segir verkefnið hafa vakið hana til umhugsunar um umhverfisvæna fatahönnun. Rebekka útskrifaðist sem fatahönnuður frá Fashion Institute of Design and Merchandising í Los Angeles í fyrra. Hún flutti heim til Íslands í vor og bauðst henni að taka þátt í Reykjavík Showroom stuttu síðar en það er sölusýning sem haldin er ár hvert og gefur ungum fatahönnuðum tækifæri til að kynna vörur sínar. „Búslóðin mín og saumavélin voru ekki enn komin til landsins þegar þetta var þannig að ég reddaði mér með því að prjóna litla línu sem samanstóð aðallega af peysum. Ég hugsaði með mér að ef ég kæmi mér ekki inn í samfélag fatahönnuða hér heima strax þá þyrfti ég að bíða í heilt ár fram að næsta Showroomi. Ég var mjög fegin þeirri ákvörðun því í kjölfarið bauðst mér að taka þátt í þessu verkefni,“ útskýrir Rebekka. Í september var hönnuðunum boðið til Danmerkur. Þar sátu þeir ýmis námskeið þar sem umhverfisvæn framleiðsla var kennd. Hver hönnuður fær síðan frjálsar hendur við hönnun á tveimur klæðasamsetningum, en efnið sem unnið er úr þarf að mestu að vera umhverfisvænt. „Mér fannst verkefnið erfitt að því leytinu til að ég fékk ekki litina sem mig langaði að fá. Ég endaði á því að lita efnið sjálf og gerði um ellefu litaprufur áður en ég varð sæmilega sátt. En efnin sem við fengum til að vinna úr voru æðisleg.“ Rebekka segist vel geta hugsað sér að halda áfram að vinna með umhverfisvæn efni í framtíðinni og telur að Norðurlöndin geti skapað sér sérstöðu með því að sérhæfa sig í umhverfisvænni hönnun. Keppnin fer fram 9. desember og segist Rebekka vera nokkuð stressuð fyrir sýninguna. „Ég fékk spennufall eftir að hafa sent flíkurnar frá mér í byrjun síðustu viku og ég er bæði spennt og mjög stressuð fyrir keppnina sjálfa.“ - sm
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira