Innlent

Orkuveitan þarf að greiða Hafnarfjarðarbæ 7,6 milljarða

Hafnarfjarðarbær hafði  betur í dag í dómsmáli gegn Orkuveitu Reykjavíkur og þarf Orkuveitan að greiða bæjarfélaginu rúma 7,6 milljarða króna auk dráttarvaxta, gegn afhendingu á hlutum í HS Orku hf. og HS Veitum hf., eða Hitaveitu Suðurnesja, auk 1500 þúsund króna í málskostnað.

Hafnarfjarðarbær krafðist þess að Orkuveitan stæði við samning um kaup á 15,4 prósenta hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja á samtals 7,6 milljarða króna. Orkuveitan vildi að samningurinn við Hafnarfjarðarbæ myndi ganga til baka, þar sem samkeppnisyfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að hann brjóti í bága við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×