Dauður banki greiðir starfsmönnum stóra bónusa 22. desember 2009 08:53 Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Á skrifstofum Lehman Brothers í London er þó enn verið að ráða starfsmenn til bankans og að sögn business.dk fékk bankinn í síðustu viku orð dómara fyrir því að hann mætti greiða starfsmönnum sínum 50 milljónir dollara, eða 6,4 miljarða kr. í bónusa. Það er tiltektin eftir gjaldþrotið sem kallar á fleiri starfsmenn að bankanum og þeir þurfa að fá góð laun fyrir því annars haldast þeir ekki í starfinu og hindra þannig að tiltektin verði eins vel úr garði gerð og hugsanlegt er. Einhvern veginn þannig hljómar rökstuðningurinn fyrir bónusgreiðslunum. „Það þarf nefnilega svo mikla tiltekt að aðeins skörpustu fjármálasérfræðingar og endurskoðendur geta komist til botns í skjalabunkunum og hinum mörgu kröfum frá kröfuhöfunum," segir í fréttinni á business.dk. Skrifstofa Lehman Brothers í London var sú stærsta utan höfuðstöðva bankans í Bandaríkjunum. Í góðærinu unnu þar um 5.300 manns. Þegar bankinn féll voru 2.800 þeirra yfirfærðir til Nomura en 1.000 voru reknir og aðrir 1.000 fundu sér annað starf. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Á skrifstofum Lehman Brothers í London er þó enn verið að ráða starfsmenn til bankans og að sögn business.dk fékk bankinn í síðustu viku orð dómara fyrir því að hann mætti greiða starfsmönnum sínum 50 milljónir dollara, eða 6,4 miljarða kr. í bónusa. Það er tiltektin eftir gjaldþrotið sem kallar á fleiri starfsmenn að bankanum og þeir þurfa að fá góð laun fyrir því annars haldast þeir ekki í starfinu og hindra þannig að tiltektin verði eins vel úr garði gerð og hugsanlegt er. Einhvern veginn þannig hljómar rökstuðningurinn fyrir bónusgreiðslunum. „Það þarf nefnilega svo mikla tiltekt að aðeins skörpustu fjármálasérfræðingar og endurskoðendur geta komist til botns í skjalabunkunum og hinum mörgu kröfum frá kröfuhöfunum," segir í fréttinni á business.dk. Skrifstofa Lehman Brothers í London var sú stærsta utan höfuðstöðva bankans í Bandaríkjunum. Í góðærinu unnu þar um 5.300 manns. Þegar bankinn féll voru 2.800 þeirra yfirfærðir til Nomura en 1.000 voru reknir og aðrir 1.000 fundu sér annað starf.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira