Misnotaði lyfseðilsskyld lyf 22. desember 2009 06:00 Leikkonan lést á sunnudagsmorgun, aðeins 32 ára gömul. Talið er að hún hafi misnotað lyfseðilsskyld lyf. Leikkonan Brittany Murphy hafði tekið lyfseðilsskyld lyf við flensueinkennum í nokkra daga áður en hún lést úr hjartaáfalli á sunnudaginn. Fjölmörg slík lyf fundust á heimili hennar. Hún byrjaði að kasta upp snemma á sunnudagsmorgninum og sagði hún meðlimum úr fjölskyldu sinni að sér liði mjög illa. Murphy hneig síðan niður á baðherbergi sínu og var í framhaldinu flutt á sjúkrahús. Þar var þrívegis reynt að lífga hana við en án árangurs. Kunningjar leikkonunnar halda því fram að hún hafi lengi verið háð verkjalyfjum, þar á meðal hinu sterka lyfi Vicodin sem Michael Jackson misnotaði áður en hann dó. Lyfjanotkunin tengdist sársaukafullum lýtaaðgerðum sem hún hafði gengist undir. „Við óttuðumst að eitthvað þessu líkt gæti gerst. Brittany lifði á brúninni. Hún átti tvímælalaust við lyfjavandamál að stríða og við grátbáðum hana öll um að leita sér hjálpar. Því miður töluðum við fyrir daufum eyrum,“ sagði einn kunninginn. Fjölmiðlar höfðu áður sakað Murphy um kókaínnotkun og að hafa þjáðst af átröskun en hún neitaði ávallt þeim orðrómi. Krufning verður gerð á líki Murphy þrátt fyrir ósk eiginmanns hennar Simons Monjack um að það verði ekki gert. Þá verður væntanlega fengið úr því skorið hvernig stóð á því að hún lést aðeins 32 ára gömul. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Leikkonan Brittany Murphy hafði tekið lyfseðilsskyld lyf við flensueinkennum í nokkra daga áður en hún lést úr hjartaáfalli á sunnudaginn. Fjölmörg slík lyf fundust á heimili hennar. Hún byrjaði að kasta upp snemma á sunnudagsmorgninum og sagði hún meðlimum úr fjölskyldu sinni að sér liði mjög illa. Murphy hneig síðan niður á baðherbergi sínu og var í framhaldinu flutt á sjúkrahús. Þar var þrívegis reynt að lífga hana við en án árangurs. Kunningjar leikkonunnar halda því fram að hún hafi lengi verið háð verkjalyfjum, þar á meðal hinu sterka lyfi Vicodin sem Michael Jackson misnotaði áður en hann dó. Lyfjanotkunin tengdist sársaukafullum lýtaaðgerðum sem hún hafði gengist undir. „Við óttuðumst að eitthvað þessu líkt gæti gerst. Brittany lifði á brúninni. Hún átti tvímælalaust við lyfjavandamál að stríða og við grátbáðum hana öll um að leita sér hjálpar. Því miður töluðum við fyrir daufum eyrum,“ sagði einn kunninginn. Fjölmiðlar höfðu áður sakað Murphy um kókaínnotkun og að hafa þjáðst af átröskun en hún neitaði ávallt þeim orðrómi. Krufning verður gerð á líki Murphy þrátt fyrir ósk eiginmanns hennar Simons Monjack um að það verði ekki gert. Þá verður væntanlega fengið úr því skorið hvernig stóð á því að hún lést aðeins 32 ára gömul.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira