Viðskipti erlent

Hreiðar Már og Sigurður segja sig úr stjórn FIH bankans

Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson hafa sagt sig úr stjórn FIH bankans í Danmörku. FIH var áður í eigu Kaupþings en er nú í eigu íslenska ríkisins í kjölfar þess að Kaupþing komst í þrot í haust.

Börsen.dk greinir frá því í morgun að sökum afsagnar þeirra tveggja úr stjórninni hafi stjórnarformaður FIH, Hans Skov Chjristensen, boðað til aukahluthafafundar í bankanum til að ræða stöðuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×