Innlent

Ragnar Erling: „Ég mun deyja hérna“

„Ég er kominn með matareitrun," sagði Brasilíufanginn Ragnar Erling Hermannsson grátandi þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hann í dag. Ragnar er vistaður í fangelsinu Cotel en þar deilir hann klefa með fimmtán öðrum enstaklingum. Honum líður illa og vill koma heim.

„Ég á eftir að deyja hérna," sagði Ragnar og bætti við: „Ég er þannig týpa að ég get ekki verið í fangelsi."

Enginn framsalssamningur er á milli Íslands og Brasilíu. Ragnar var handtekinn með rúm 5 kíló af kókíni en hann gæti þurft að dúsa í allt að tuttugu ár í fangelsinu verði hann fundinn sekur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×