Afturelding tryggði sér oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2009 19:15 Ásgeir Jónsson, leikmaður Aftureldingar, brýst í gegnum vörn Stjörnunnar. Það mun ráðast í oddaleik á mánudagskvöldið hvort það verður Afturelding eða Stjarnan sem leikur í N1-deild karla á næstu leiktíð. Liðin eigast við í hreinni úrslitarimmu um hvort liðið leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Stjarnan vann fyrstu viðureign liðanna, 28-24, og Afturelding hafði stórsigur í kvöld, 32-22. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.21.01 - Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 32-22 Formsatriði fyrir heimamenn að klára þennan leik. Eftir að Stjarnan komst í 6-5 forystu um miðbik fyrri hálfleiks og heimamenn skoruðu þá fimm mörk í röð litu þeir aldrei um öxl. Yfirburðir heimamanna voru miklir, sérstaklega í síðari hálfleik.Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7/2 Jóhann Jóhannson 7/1 Bjarni Þórðarson 5 Þrándur Gíslason 3 Ásgeir Jónsson 2 Jón Andri Helgason 2 Attila Valaczkai 2 Reynir Ingi Árnason 1Varin skot: Smári Guðfinsson 15 Kristófer Guðmundsson 1/1Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 10 Daníel Einarsson 5 Fannar Þorbjörnsson 2 Guðni Már Kristinsson 2 Jón Heiðar Gunnarsson 1 Kristján Kristjánsson 1 Guðmundur Guðmundsson 1Varin skot: Þorgils Orri Jónsson 6 Roland Eradze 2 56. mínúta: Afturelding - Stjarnan 29-19 Heimamenn eru að klára þetta. Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð og munurinn orðinn tíu mörk. 50. mínúta: Afturelding - Stjarnan 25-17 Seiglan í liði Aftureldingar er gríðarlega mikil. Það er sama hvað Stjörnumenn reyna að koma sér aftur inn í leikinn, þeir rauðklæddu viðrast alltaf eiga svar.45. mínúta: Afturelding - Stjarnan 22-15 Þetta er ekki búið enn. Stjörnumenn neita að játa sig sigraða og hafa gefið í í sóknarleiknum. Björgvin Björgvinsson fer þar mikinn sem fyrr og hefur skorað átta mörk til þessa í leiknum.41. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-12 Smári Guðfinsson var að verja sitt tíunda skot fyrir Aftureldingu. Hann hefur verið gríðarlega öflugur í kvöld.37. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-10 Gestirnir taka leikhlé enda eru Mosfellingar að slátra þeim hér í upphafi síðari hálfleiks. Varnarleikur Stjörnunnar er horfinn. 35. mínúta: Afturelding - Stjarnan 18-9 Fjögur mörk hjá Aftureldingu í röð í upphafi síðari hálfleiks. Þvílík keyrsla á Mosfellingum.20.11 - Hálfleikur: Afturelding - Stjarnan 14-9 Heimamenn hafa náð sér virkilega vel á strik, sérstaklega í síðari hluta hálfleiksins. Vörn og markvarsla hefur verið í ágætu lagi. Gestirnir úr Garðabænum hafa lagað sóknarleikinn eitthvað eftir því sem á hefur liðið. Enn fimm marka sanngjörn forysta heimamanna í hálfleik.27. mínúta: Afturelding - Stjarnan 11-8 Stjörnumenn skoruðu tvö í röð en heimamenn náðu að svara og endurheimta þriggja marka forystu.23. mínúta: Afturelding - Stjarnan 10-6 Jóhann Jóhannsson hefur skorað þrjú af síðustu fimm mörkum Aftureldingar af mikilli seiglu og eru heimamenn komnir í fjögurramarka forystu. 22. mínúta: Afturelding - Stjarnan 7-6 Stjörnumenn komust yfir, 6-5, en þá kom ekkert mark í fimm mínútur. Heimamenn hafa verið öflugir í vörninni og uppskáru eftir því og hafa endurheimt forystuna. 16. mínúta: Afturelding - Stjarnan 5-5 Stjörnumenn eru greinilega vaknaðir til lífsins og búnir að hrista af sér slenið frá því í byrjun leiks. Þeir skora þrjú mörk gegn einu og jafna metin, 5-5. Björgvin skoraði fyrstu fjögur mörk Stjörnunnar.12. mínúta: Afturelding - Stjarnan 4-2 Stjarnan var tæpar tólf mínútur að skora annað mark sitt í leiknum en ekkert hefur gengið í sóknnni. Björgvin var aftur þar að verki og hefur hann því skorað bæði mörk gestanna. Það er enn gríðarmikil stemning í húsinu og nánast öll á bandi heimamanna.8. mínúta: Afturelding - Stjarnan 3-1 Ekkert var skorað í fimm mínútur þar til að Hilmar Stefánsson skoraði með góðu langskoti fyrir heimamenn. Ekkert gengur hjá gestunum í sókninni.3. mínúta: Afturelding - Stjarnan 2-1 Leikurinn hefst með miklum látum og komust heimamenn í 2-0. Björgvin Björgvinsson svaraði með neglu.19.25 Gamlar hetjur Hér voru boðnir velkomnir þeir leikmenn Aftureldingar sem mættu Stjörnunni í úrslitakeppni í sæti í gömlu 2. deildinni árið 1979. Þeir voru sæmdir heiðursmerki félagsins. Afturelding vann þá Stjörnuna í þeirri rimmu. 19.15 Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér úr Mosfellsbæ þar sem leikur Stjörnunnar og Aftureldingar fer senn að hefjast. Leikurinn fer fram í gamla íþróttahúsinu og er stemningin á pöllunum hreint ótrúleg! Stuðningsmenn Aftureldingar eru margir og láta vel í sér heyra. Syngja söngva og tralla. Stemningin gefur þeirri sem ríkti hér í þessu húsi á gullaldartímabili Aftureldingar fyrir áratug eða svo nákvæmlega ekkert eftir. Olís-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Það mun ráðast í oddaleik á mánudagskvöldið hvort það verður Afturelding eða Stjarnan sem leikur í N1-deild karla á næstu leiktíð. Liðin eigast við í hreinni úrslitarimmu um hvort liðið leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Stjarnan vann fyrstu viðureign liðanna, 28-24, og Afturelding hafði stórsigur í kvöld, 32-22. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.21.01 - Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 32-22 Formsatriði fyrir heimamenn að klára þennan leik. Eftir að Stjarnan komst í 6-5 forystu um miðbik fyrri hálfleiks og heimamenn skoruðu þá fimm mörk í röð litu þeir aldrei um öxl. Yfirburðir heimamanna voru miklir, sérstaklega í síðari hálfleik.Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7/2 Jóhann Jóhannson 7/1 Bjarni Þórðarson 5 Þrándur Gíslason 3 Ásgeir Jónsson 2 Jón Andri Helgason 2 Attila Valaczkai 2 Reynir Ingi Árnason 1Varin skot: Smári Guðfinsson 15 Kristófer Guðmundsson 1/1Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 10 Daníel Einarsson 5 Fannar Þorbjörnsson 2 Guðni Már Kristinsson 2 Jón Heiðar Gunnarsson 1 Kristján Kristjánsson 1 Guðmundur Guðmundsson 1Varin skot: Þorgils Orri Jónsson 6 Roland Eradze 2 56. mínúta: Afturelding - Stjarnan 29-19 Heimamenn eru að klára þetta. Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð og munurinn orðinn tíu mörk. 50. mínúta: Afturelding - Stjarnan 25-17 Seiglan í liði Aftureldingar er gríðarlega mikil. Það er sama hvað Stjörnumenn reyna að koma sér aftur inn í leikinn, þeir rauðklæddu viðrast alltaf eiga svar.45. mínúta: Afturelding - Stjarnan 22-15 Þetta er ekki búið enn. Stjörnumenn neita að játa sig sigraða og hafa gefið í í sóknarleiknum. Björgvin Björgvinsson fer þar mikinn sem fyrr og hefur skorað átta mörk til þessa í leiknum.41. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-12 Smári Guðfinsson var að verja sitt tíunda skot fyrir Aftureldingu. Hann hefur verið gríðarlega öflugur í kvöld.37. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-10 Gestirnir taka leikhlé enda eru Mosfellingar að slátra þeim hér í upphafi síðari hálfleiks. Varnarleikur Stjörnunnar er horfinn. 35. mínúta: Afturelding - Stjarnan 18-9 Fjögur mörk hjá Aftureldingu í röð í upphafi síðari hálfleiks. Þvílík keyrsla á Mosfellingum.20.11 - Hálfleikur: Afturelding - Stjarnan 14-9 Heimamenn hafa náð sér virkilega vel á strik, sérstaklega í síðari hluta hálfleiksins. Vörn og markvarsla hefur verið í ágætu lagi. Gestirnir úr Garðabænum hafa lagað sóknarleikinn eitthvað eftir því sem á hefur liðið. Enn fimm marka sanngjörn forysta heimamanna í hálfleik.27. mínúta: Afturelding - Stjarnan 11-8 Stjörnumenn skoruðu tvö í röð en heimamenn náðu að svara og endurheimta þriggja marka forystu.23. mínúta: Afturelding - Stjarnan 10-6 Jóhann Jóhannsson hefur skorað þrjú af síðustu fimm mörkum Aftureldingar af mikilli seiglu og eru heimamenn komnir í fjögurramarka forystu. 22. mínúta: Afturelding - Stjarnan 7-6 Stjörnumenn komust yfir, 6-5, en þá kom ekkert mark í fimm mínútur. Heimamenn hafa verið öflugir í vörninni og uppskáru eftir því og hafa endurheimt forystuna. 16. mínúta: Afturelding - Stjarnan 5-5 Stjörnumenn eru greinilega vaknaðir til lífsins og búnir að hrista af sér slenið frá því í byrjun leiks. Þeir skora þrjú mörk gegn einu og jafna metin, 5-5. Björgvin skoraði fyrstu fjögur mörk Stjörnunnar.12. mínúta: Afturelding - Stjarnan 4-2 Stjarnan var tæpar tólf mínútur að skora annað mark sitt í leiknum en ekkert hefur gengið í sóknnni. Björgvin var aftur þar að verki og hefur hann því skorað bæði mörk gestanna. Það er enn gríðarmikil stemning í húsinu og nánast öll á bandi heimamanna.8. mínúta: Afturelding - Stjarnan 3-1 Ekkert var skorað í fimm mínútur þar til að Hilmar Stefánsson skoraði með góðu langskoti fyrir heimamenn. Ekkert gengur hjá gestunum í sókninni.3. mínúta: Afturelding - Stjarnan 2-1 Leikurinn hefst með miklum látum og komust heimamenn í 2-0. Björgvin Björgvinsson svaraði með neglu.19.25 Gamlar hetjur Hér voru boðnir velkomnir þeir leikmenn Aftureldingar sem mættu Stjörnunni í úrslitakeppni í sæti í gömlu 2. deildinni árið 1979. Þeir voru sæmdir heiðursmerki félagsins. Afturelding vann þá Stjörnuna í þeirri rimmu. 19.15 Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér úr Mosfellsbæ þar sem leikur Stjörnunnar og Aftureldingar fer senn að hefjast. Leikurinn fer fram í gamla íþróttahúsinu og er stemningin á pöllunum hreint ótrúleg! Stuðningsmenn Aftureldingar eru margir og láta vel í sér heyra. Syngja söngva og tralla. Stemningin gefur þeirri sem ríkti hér í þessu húsi á gullaldartímabili Aftureldingar fyrir áratug eða svo nákvæmlega ekkert eftir.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira