Enski boltinn

Forseti Benfica útilokar að selja Di Maria í janúar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Angel Di Maria.
Angel Di Maria. Nordic photos/AFP

Forráðamenn portúgalska félagsins Benfica eru staðráðnir í að standast fyrirséða ásókn stórliða í hinn eftirsótta Angel Di Maria þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Argentínski landsliðsmaðurinn hefur slegið rækilega í gegn með Benfica á yfirstandandi keppnistímabili og víða verið hrósað og var meðal annars sagður hafa alla burði til þess að verða næsta stórstjarna Argentínu af landsliðsþjálfaranum Diego Maradona.

Þrátt fyrir að félög á borð við Chelsea, Manchester United og Manchester City sé á eftir hinum 21 árs gamla vængmanni segir forseti Benifca að hann sé alls ekki á förum í janúar.

„Stuðningsmenn Benfica geta verið alveg rólegir því Di Maria er ekki á förum frá félaginu í janúar. Við vitum vitanlega af áhuga stórliða en þurfum nauðsynlega á hans kröftum til þess að ná markmiðum okkar fyrir tímabilið," er haft eftir Filipe Viera í viðtali við A Bola.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×