Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur 3. júní 2009 18:51 Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag.Skærgulur akur vekur athygli þeirra sem leiða eiga framhjá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Þar er verið rækta jurt sem kallast repja en henni var sáð í fyrrasumar í þeim tilgangi að fá úr henni eldsneyti til að nota á farartæki, svokallaðan bio-diesel. Mönnum reiknast til að einn hektari lands gefi 1.500 lítra af eldsneyti á ári.Svona tilraunaakrar eru nú að blómstra á nokkrum stöðum á landinu, norðan lands og sunnan, og hjá Siglingastofnun í Kópavogi bíða menn spenntir eftir uppskerunni í haust, fræjum repjunnar. Þar hafa menn verið að undirbúa sig með því að búa til lífrænt eldsneyti úr dönskum repjufræjum. Þau voru í dag sett í pressu, og vökvinn kreistur úr þeim, vökvinn síðan eimaður, rétt eins og í olíuhreinsistöð, og út kom lífrænt eldsneyti. Því var svo hellt á vél og hún gangsett. Þetta tilraunaverkefni er liður í samgönguáætlun stjórnvalda með umhverfisvæna orkugjafa.Jón Bernódusson, verkfræðingur á Siglingastofnun, segir að reiknað hafi verið út að olía repju af einum akri, sem væri 43 x 43 kílómetrar, gæti dugað fyrir allan íslenska fiskiskipastólinn.Bóndinn á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson, hugsar sér gott til glóðarinnar. Þegar við spyrjum hvort íslenskir bændur verði olíuframleiðendur segist hann sjá fyrir sér að um leið og mjólkurbíllinn komi að sækja mjólkina takinn hann olíu í leiðinni. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag.Skærgulur akur vekur athygli þeirra sem leiða eiga framhjá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Þar er verið rækta jurt sem kallast repja en henni var sáð í fyrrasumar í þeim tilgangi að fá úr henni eldsneyti til að nota á farartæki, svokallaðan bio-diesel. Mönnum reiknast til að einn hektari lands gefi 1.500 lítra af eldsneyti á ári.Svona tilraunaakrar eru nú að blómstra á nokkrum stöðum á landinu, norðan lands og sunnan, og hjá Siglingastofnun í Kópavogi bíða menn spenntir eftir uppskerunni í haust, fræjum repjunnar. Þar hafa menn verið að undirbúa sig með því að búa til lífrænt eldsneyti úr dönskum repjufræjum. Þau voru í dag sett í pressu, og vökvinn kreistur úr þeim, vökvinn síðan eimaður, rétt eins og í olíuhreinsistöð, og út kom lífrænt eldsneyti. Því var svo hellt á vél og hún gangsett. Þetta tilraunaverkefni er liður í samgönguáætlun stjórnvalda með umhverfisvæna orkugjafa.Jón Bernódusson, verkfræðingur á Siglingastofnun, segir að reiknað hafi verið út að olía repju af einum akri, sem væri 43 x 43 kílómetrar, gæti dugað fyrir allan íslenska fiskiskipastólinn.Bóndinn á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson, hugsar sér gott til glóðarinnar. Þegar við spyrjum hvort íslenskir bændur verði olíuframleiðendur segist hann sjá fyrir sér að um leið og mjólkurbíllinn komi að sækja mjólkina takinn hann olíu í leiðinni.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira