Enski boltinn

Leikmenn Arsenal íklæddir dýrabúningum að safna áheitum (myndband)

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cesc Fabregas lét á dögunum gott af sér leiða ásamt liðsfélögum sínum í Arsenal.
Cesc Fabregas lét á dögunum gott af sér leiða ásamt liðsfélögum sínum í Arsenal. Nordic photos/AFP

Fjórmenningarnir Cesc Fabregas, Theo Walcott, Andrey Arshavin og Bacary Sagna hjá Arsenal létu nýlega gott af sér leiða og skiptu út fótboltagallanum fyrir loðna dýrabúninga til þess að safna áheitum í miðborg Lundúna fyrir Great Ormond Street barnaspítalann.

Hægt er að sjá myndband af leikmönnunum í söfnunarferðinni með því að smella hér.

Allir leikmenn Arsenal gáfu jafnframt virði dagslauna sinna í söfnunina en Arsenal stefnir á að safna 500 þúsund pundum í söfnunina sem munu nýtast til tækjakaupa og til þess að bæta þjónustu barnaspítalans.

„Ég hvet stuðningsmenn Arsenal sem og alla aðra til þess að gefa það sem þeir geta í söfnunina. Ég hef heimsótt Great Ormond Street barnaspítalann og veit hversu mikilvæg söfnunin er fyrir krakkana og foreldra þeirra," sagði fyrirliðinn Fabregas og knattspyrnustjórinn Arsene Wenger, sem tók einnig virkan þátt í átakinu og á óneitanlega leiksigur í myndbandinu, tók í sama streng.

„Við vitum hversu mikilvægt það er að barnaspítalinn fái nýjan tækjakost og því hvetjum við alla til að gefa í söfnunina," sagði Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×