Formúla 1

Massa ánægður með nýjan Ferrari

Felipe Massa ekur Mugello brautina í dag á nýjum Ferrari.
Felipe Massa ekur Mugello brautina í dag á nýjum Ferrari. Mynd: AFP

Felipe Massa ók 100 km á glænýjum Ferrari í dag á Mugello brautinni á Ítalíu.

Þar var nýr bíll frá grunni prófaður á alla kanta, en 2009 bílar eru mikið breyttir frá síðasta ár, í raun agljörlega ný hönnun og smíði.

Bíll Massa var með KERS kerfið, sem er nýjung í ár og eykur tímabundna hestaflatölu í nokkur skipti í hverju móti. Massa kvaðst sáttur við búnaðinn í Ferrari bílnum, sem kostað hefur tugi miljón dala að hanna og smíða.

Bílar þessa árs eru á raufalausum dekkjum og Massa sagði nýja bílinn allt öðru vísi í akstri, en bíll síðasta árs.

"Allir ökumenn verða að breyta um akstursstíl og það mun taka tíma að læra inn á allar nýjugar sem eru í bílunum. Ökumaðurinn kemur til með að skipta meira máli en áður", sagði Massa.

Sjá viðtal við Massa.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×