Golf

Barnes enn með forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricky Barnes á Bethpage-vellinum í dag.
Ricky Barnes á Bethpage-vellinum í dag. Nordic Photos / AFP
Ricky Barnes er enn með forystu á opna bandaríska meistaramótinu í golfi eftir að keppendur kláruðu þriðja hringinn sinn í kvöld.

Barnes er á samtals átta höggum undir pari en hann lék á 70 höggum í gær. Lucas Glover lék einnig á 70 höggum og er næstur á átta högum undir pari.

Englendingurinn Ross Fisher og David Duval eru saman í þriðja sæti á þremur höggum undir pari.

Phil Mickelson og Tiger Woods eru enn nokkuð á eftir fremstu mönnum. Mickelson lék á 69 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari og Woods lék á 68 höggum og er samtals einu höggi undir pari.

Barnes er 28 ára gamall og er í 519. sæti á heimslistanum. Hann vann sér fast sæti á PGA-mótaröðinni í fyrsta sinn í ár en hann hefur verið atvinnumaður í sjö ár.

Keppni lýkur ekki á mótinu fyrr en á morgun en miklar tafir hafa verið vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×