Erlent

Fæðandi konu bannað að blóta

Óli Tynes skrifar
Sofðu unga ástin mín....
Sofðu unga ástin mín....

Heilbrigðisyfirvöld í Noregi kanna nú mál hjóna sem kærðu ljósmóður fyrir að banna konunni í blóta þegar hún var að fæða barn sitt. Að sögn konunnar kvaldist hún svo á vissum tíma í fæðinguinni að það hrökk upp úr henni eitt blótsyrði.

Norska blaðið Aftenposten segir að ljósmóðirin hafi reiðst því mjög. Hún hafi sagt við konuna að hún ætti skilið að eiga erfiða fæðingu fyrir að ákalla djöfulinn.

Hún þrýsti á hjónin um að biðja bænir þar sem með því væri hannski hægt að bæta fyrir blótsyrðið.

Hjónin segja að þeim hafi brugðið mjög við þessa framkomu, en þau hafi bitið það í sig þar sem þau hafi fundist þau vera undir miklum þrýstingi og hrædd um barnið sitt.

Eftir fæðinguna ákváðu þau hinsvegar að kæra framkomu ljósmóðurinar.

Einnig fyrir að þeim fannst hún ekki hafa sinnt sjúkraskrá konunnar sem skyldi, hvorki fyrir né eftir fæðingu.

Viðkomandi ljósmóðir kaus að tjá sig ekki þegar fjölmiðlar leituðu til hennar vegna kærunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×