Lífið

Ver sig með bláu höndinni

Pólitík var Steinari ekki efst í huga þegar hann fékk sér húðflúrið. fréttablaðið/Anton
Pólitík var Steinari ekki efst í huga þegar hann fékk sér húðflúrið. fréttablaðið/Anton

„Þetta er vígaleg hönd, en hún er bara hjólabrettatengd hjá mér. Maður er búinn að vera að skeita í tuttugu ár,“ segir tónlistarmaðurinn Steinar Fjeldsted.

Hinn margrómaði Fjölnir Tattú húðflúraði bláa öskrandi hönd á upphandlegg Steinars í sumar. Höndin er ekki vísun í bláa hönd Sjálfstæðisflokksins, sem rithöfundurinn Hallgrímur Helgason fjallaði fyrstur manna um fyrir nokkrum árum, heldur merki hjólabrettaframleiðandans Santa Cruz Skate­boards.

Steinar segir algengt að fólk telji sig sjá stjórnmálaskoðanir í húðflúri sínu.

„Já, þetta er algengur misskilningur,“ segir hann og hlær. „Ég hef lent í handalögmálum við allavega einn eða tvo andstæðinga Sjálfstæðisflokksins sem halda að ég eigi einhvers staðar þotu eða eitthvað. Ég þarf þá að verja mig með bláu höndinni!“

Þegar Steinar er ekki að útskýra misskilninginn gerir hann tónlist með hljómsveitinni Krooks og á eigin vegum. Hann rappaði með hinni sálugu Quarashi á árum áður og hefur ekki sleppt hljóðnemanum síðan.

„Míkrófónninn hefur aldrei farið á hilluna,“ segir Steinar. Hann hyggst senda frá sér plötu eftir jól, rétt eins og Krooks.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.