Damon Hill: Fólk mun sakna Silverstone 18. júní 2009 09:24 Damon Hill með höggmynd af föður sínum Graham Hill, sem var kappakstursökumaður og vinsæll Í Bretlandi. mynd: getty images Damon Hill, forseti félags kappakstursökumanna segir að áhorfendur muni sakna Silverstone eftir lokamótið á brautinni um helgina. Hill vann meistaratitilinn í Formúlu 1 árið 1996 og vann sigur á brautinni árið 1994, en mót hefur verið haldið á brautinni síðan 1950, með hléum þó, en samfleytt frá árinu 1987. Fjöldi Íslendinga hefur sótt brautina heim gegnum tíðina. "Silverstone er stór hluti af sögu Formúlu 1 og er því ómetanleg fyrir Formúlu 1. Sagan gerir hana mikilvæga og stöðugleiki er mikilvægur í íþróttinni", sagði Hill, en honum tókst ekki að sannfæra Bernie Ecclestone um mikilvægi brautarinnar. Breska ríkisstjórnin vildi ekki styrkja mótshaldið og því varð að gefa breska mótið eftir til aðila sem ætla að halda mót á Donington Park í framtíðinni. "Ég er ekki á móti breytingum, en Formúlan hefur verið að færast á brautir erlendis þar sem fólk hefur lítið vit á því sem er að gerast og áhorfendapallarnir eru hálf tómir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, sem er vinsæl hérlendis eins og fótboltinn. Ég er ekkert búinn að afskrifa að breski kappaksturinn verði aftur á Silverstone í framtíðinni. Hlutir breytast fljótt í þessum heimi", sagði Hill. Fjallað verður um Silverstone í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 í kvöld. Gestir verða Sverrir Þóroddsson sem þekkir sögu kappaksturs í Bretlandi vel og Kristján Einar Kristjánsson sem hefur keppt á brautinni í Formúlu 3. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Damon Hill, forseti félags kappakstursökumanna segir að áhorfendur muni sakna Silverstone eftir lokamótið á brautinni um helgina. Hill vann meistaratitilinn í Formúlu 1 árið 1996 og vann sigur á brautinni árið 1994, en mót hefur verið haldið á brautinni síðan 1950, með hléum þó, en samfleytt frá árinu 1987. Fjöldi Íslendinga hefur sótt brautina heim gegnum tíðina. "Silverstone er stór hluti af sögu Formúlu 1 og er því ómetanleg fyrir Formúlu 1. Sagan gerir hana mikilvæga og stöðugleiki er mikilvægur í íþróttinni", sagði Hill, en honum tókst ekki að sannfæra Bernie Ecclestone um mikilvægi brautarinnar. Breska ríkisstjórnin vildi ekki styrkja mótshaldið og því varð að gefa breska mótið eftir til aðila sem ætla að halda mót á Donington Park í framtíðinni. "Ég er ekki á móti breytingum, en Formúlan hefur verið að færast á brautir erlendis þar sem fólk hefur lítið vit á því sem er að gerast og áhorfendapallarnir eru hálf tómir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, sem er vinsæl hérlendis eins og fótboltinn. Ég er ekkert búinn að afskrifa að breski kappaksturinn verði aftur á Silverstone í framtíðinni. Hlutir breytast fljótt í þessum heimi", sagði Hill. Fjallað verður um Silverstone í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 í kvöld. Gestir verða Sverrir Þóroddsson sem þekkir sögu kappaksturs í Bretlandi vel og Kristján Einar Kristjánsson sem hefur keppt á brautinni í Formúlu 3. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone
Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira