Innlent

Símstöð brann í Valhöll

Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×