Formúla 1

Dauðaslys rætt í Rásmarkinu

Hið hörmulega dauðaslys í Bretlandi um síðustu helgi verður rætt í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Henry Surtees lést í slysinu, en Kristján Einar Kristjánsson ók með honum í Formúlu 3 í fyrra. Hann verður gestur þáttarins.

Langt er síðan dauðaslys hefur orðið í kappakstri, en það varð í nýrri mótaröð sem kallast Formúla 2 og verður málið rætt frá ýmsum hliðum. Ólafur Guðmundsson sem hefur starfað sem Formúlu 1 dómari og í öryggismálum í mörg ár mun leggja sitt á vogarskálarnar í þættinum.

Í Rásmarkinu verður einnig fjallað um nýjasta Formúlu 1 sigurvegarann Mark Webber frá ýmsum hliðum, en hann hefur sýnt ótrúlega hörku í uppbyggingu líkamans eftir að hafa fótbrotnað illa í reiðhjólaslysi í vetur.

Þá verður keppnislið Red Bull heimsótt, en liðið hefur unnið tvö síðustu mót og hitað upp fyrir kappaksturinn í Ungverjlandi um næstu helgi. Þátturinn á Stöð 2 Sport er á dagskrá kl. 20.00 í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×