Enski boltinn

Ég sný fljótt aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri Blackburn.
Sam Allardyce, stjóri Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, á von á því að hann verði ekki lengi frá vegna hjartaaðgerðarinnar sem hann þarf senn að gangast undir.

Hann fylgdist með sínum mönnum sem unnu 2-0 sigur á sínu gamla félagi, Bolton, um helgina og hann mun einnig missa af leikjum liðsins gegn Fulham og Stoke.

Hann stefnir þó að því að vera mættur aftur á hliðarlínuna þegar Blackburn mæltir Chelsea í ensku deildabikarkeppninni á miðvikudaginn í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×