Enski boltinn

Mér var líka bolað í burtu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolo Toure þegar hann var á mála hjá Arsenal.
Kolo Toure þegar hann var á mála hjá Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Kolo Toure segir að sér hafi, rétt eins og Emmanuel Adebayor, verið bolað í burtu frá Arsenal þar sem honum hafi sinnast við leikmann hjá félaginu.

Adebayor greindi frá því í síðustu viku að hann hefði fengið þau skilaboð frá Arsene Wenger að best væri fyrir hann að fara til Manchester City þó svo að sjálfur hefði hann viljað vera áfram hjá Arsenal.

Nú hefur Toure stigið fram og segir að honum hafi sinnast við annan leikmann Arsenal.

„Ég lenti í vandræðum vegna nokkra leikmanna hjá Arsenal en ég vil þó ekki nafngreina þá til að skapa enn frekari usla," sagði Toure við enska fjölmiðla.

„Ég fékk lítið að spila á síðustu leiktíð vegna þess að ákveðinn leikmaður fékk stjórann til að trúa að hann næði engum tengslum við mig inn á vellinum," sagði Toure en almennt er talið að þarna eigi hann við William Gallas.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×