Lífið

Snjóboltakastkeppni SMS lokið: Verðugur sigurvegari fundinn

Anton Birkir Sigfússon skrifar
Páll Bergþórsson sigurvegari snjóboltakastmótsins.
Páll Bergþórsson sigurvegari snjóboltakastmótsins.
Skólafélag Menntaskólans við Sund stóð fyrir snjóboltakastkeppni síðastliðinn miðvikudag og er óhætt að segja að það hafi verið metþáttaka, en ríflega 160 manns tóku þátt. Skýrar reglur voru settar keppendum fyrir keppnina og þurfti hver bolti að vera 400 gr. að þyngd með tilliti til örsmárra skekkjumarka.

Það kom engum á óvart þegar Páll Bergþórsson kastaði lengst allra eða 78,59 metra, enda spáðu flestir honum sigri. Páll bætti með þessi kasti skólamet MS-inga sem var áður 72,91 metrar. Næstur á eftir Páli kom Halldór Gunnarsson með 69,14 metra.

Einnig dró til tíðinda í stúlkaflokki og hafa aldrei jafn margar stúlkur tekið þátt í sögu skólans, en þær voru 57 talsins. Lengsta kastið í stúlknaflokki átti María Björk Baldursdóttir en hún kastaði snjóboltanum 60,51 meter eða rúmlega 7 metrum lengra en Eva Sól Jakobsdóttir sem hrifsaði annað sætið.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MS fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.