Enski boltinn

Kevin Nolan skaut Newcastle aftur á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Nolan hefur verið sjóðandi heitur hjá Newcastle.
Kevin Nolan hefur verið sjóðandi heitur hjá Newcastle. Mynd/AFP
Newcastle er komið aftur á topp ensku b-deildarinnar eftir 1-0 útisigur á Preston í kvöld. Newcastle hefur tveggja stiga forskot á West Brom sem komst tímabundið í toppsætið um helgina. Þetta var fjórði sigur Newcastle-liðsins í röð og liðið er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Preston var sterkari aðilinn í leiknum og Steve Harper markvörður Newcastle varði í tvígang vel frá Neil Mellor framherja Preston. Newcastle hélt marki sínu hreinu og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.

Það var Kevin Nolan sem skoraði eina mark leiksins sextán mínútum fyrir leikslok. Þetta var áttunda mark hans á tímabilinu þar af 7 mark hans í síðustu 10 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×